Um Kljáströnd

Þessari síðu er ætlað að halda til haga upplýsingum um samfélag sem reis og hneig á nokkurra áratuga skeiði í kringum aldamótin 1900 á Kljáströnd í Höfðahverfi. Þar bjuggu afi minn og amma, Ólafur Gunnarsson og Anna María Vigfúsdóttir lengstan hluta ævi sinnar og ráku heimili og útgerð og ólu upp stóran barnahóp í sambýli með systur Ólafs, Guðríði Gunnarsdóttur og manni hennar, Sigurði Ringsted. Þegar umsvifin á Kljáströnd voru í hámarki voru þar 60 manns heimilisfastir auk þess sem mikið var um lausamenn, gerðir voru út a.m.k. átta mótorbátar, auk þess sem þar var verslun og bústaður læknis fyrir svæðið. Þarna voru haldin fjörug böll og settar voru upp leiksýningar. Þetta var fyrsti vísir að þorpi í Grýtubakkahreppi og byggði afkoman sjósókn og fiskvinnslu. Umsvifin náðu líklega hámarki í kringum árið 1915. Á uppgangstímanum reystu starfsmenn Kljástrandarútgerðarinnar sér hús á túnunum í nágrenninu sem fóru í eyði 20 árum síðar. Upp úr 1920 hófst hnignunarskeið sem endaði um árið 1940 með því að enginn mótorbátur var eftir hafnaraðstan við Höfðastekk var aflögð vegna grynninga og útgerðin gjaldþrota.  Byggðin fór svo í eyði árið 1951 þegar afi og amma fluttu til Akureyrar, Sigurður fórst í fárviðri árið áður og flutti Guðríður burt sama ár. Merki um þessa byggð eru enn greinileg í rústum húsanna á Kljáströnd. Móberg sem er eitt grasbýlanna í nágrenningu var nýlega jafnað við jörðu og er nú moldu hulið undir grösugu túni í Höfðalandi. Veggir Bræðratungu voru felldir fyrir nokkrum árum og veggir annarra rústa molna stöðugt niður. Eftir nokkra áratugi munu ummerkin hverfa að fullu.

Ólafur Gunnarsson

Anna María Vigfúsdóttir

Skjöl

Á síðunni má finna safn af blaðagreinum og fleiri skjölum sem tengjast hinu horfna samfélagi á Kljáströnd.

Fleiri greinar

Myndir

Fleiri myndir

Hafa samband

Umsjón með síðunni hefur Ólafur Gunnarsson, sonur Þóru Soffíu Ólafsdóttur og Gunnars Héðins Stefánssonar. Sonur hans, Gunnar Birnir Ólafsson, sá um gerð og hönnun vefsíðunnar. Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða ábendingar endilega hafið samband.

Ólafur Gunnarsson

oligunn59@gmail.com

Gunnar Birnir Ólafsson

gunnarbirnir@gmail.com